Ég ætla að byggja mér hús

Hvar á ég að byrja, og hvernig er ferlið ?
  • 1. Fyrst er að velja sér lóð – yfirleitt hægt að finna það sem í boði er á heimasíðu viðkomandi bæjarfélags.
  • 2. Fylla út umsókn um lóð hjá viðkomandi bæjarfélagi.
  • 3. Umsókn er tekin fyrir hjá byggingafulltrúa – afgreiðlsutími getur tekið 2-3 vikur.
  • 4. Umsókn er samþykkt, og reikningur fyrir gatnagerðagjöld berst til þín.
  • 5. Umsækjandi/framkvæmdaraðili finnur sér löggiltan mannvirkjahönnuð.
  • 6. Hér kemur að okkur að gefa þér hugmyndir og verðtilboð í þær teikningar sem þér líst vel á.
  • 7. Sótt er næst um byggingaleyfi, sá sem hannar húsið og byggingafulltrúi geta aðstoðað við útfyllingu pappíra.
  • 8. Hönnuður sendir inn sérteikningar og skrá yfir iðnmeistar.
  • 9. Byggingarleyfi veitt og reikningur fyrir leyfið berst til þín.
  • 10. Framkvæmdir hefjast.
  • 11. Úttektir
  • 12. Lokaúttekt
  • 13. Húsið tilbúið til notkunar.
Image module

Hagnýtar upplýsingar

Lóðarblað og skilamálar
Á lóðarblaði kemur fram hvort leyfi sé fyrir því að byggja hús á einni eða tveimur hæðum – stundum bæði þó það sé ekki oft. Þar kemur líka fram nýtingarhlutfall, stærð lóðar, staðsetning bílastæða og lega á byggingareit.
Afstaða gagnvart sól
Taka þarf til athugunar afstöðu lóðar gagnvart sólinni. Yfirleitt er aðkoma að húsum annað hvort út norðri eða suðri. Þá er aðal garðurinn götumeginn eða framan við húsið ef aðkoman er úr suðri, en aðal garðurinn sunnan megin við húsið eða á bak við það ef aðkoman er úr norðri.
Stærð lóðar og nýtingarhlutfall
Nýtingarhlutfall segir til um hver hámarksstærð hússins má vera á viðkomandi lóð. Þess er alltaf getið um í byggingarskilmálum. Dæmi: Ef lóð er 750m 2 og nýtingarhlutfall 0,3% má að hámarki byggja 225 m2 hús með bílageymslu. ( 750m2*0,3% = 225m2)
Fjarlægðir frá lóðarmörkum og lega á byggingarreit
Byggingareitur er afmarkaður innan lóðamarkanna. Húsbyggingin skal vera staðsett innan hans. Í byggingarreglugerðum eru tilgreindar lámarksfjarlægðir milli húsa. Þegar verið er að byggja timburhús er mikilvægt að hafa vel í huga fjarlægð húss að lóðarmörkum.
Helstu rými íbúðarhúss – lágmarksstærðir
Í byggingareglugerðum eru eftirfarandi staðreyndir sem gott er að hafa í huga.
  • Svefnherbergi – minnst 8,0m² og ekki mjórra en 2,4m
  • Eldhús – minnst 7,0m²
  • Þvottarhús – minnst 3,24m² eða 1,8 x 1,8 m.
  • Baðherbergi – minnst 5,0m²
  • Geymsla – minnst 6,0m² fyrir 70,0m² og stærri