Lögð er áhersla á smíði vandaðra timburhúsa sem eru hönnuð og byggð fyrir íslenskar aðstæður. Fjölbreytilegt veðurfar á Íslandi gerir kröfur um vönduð vinnubrögð, reynsla starfsfólks okkar við hönnun og framleiðslu eykur öryggi og gæði húsanna.
SG Hús hafa verið leiðandi fyrirtæki í byggingu timburhúsa frá árinu 1966 og þú finnur húsin okkar um allt land.
Hjá fyrirtækinu starfa 50 starfsmenn á fjórum sviðum sölusviði, hönnunarsviði, framleiðslusviði, véla og tækjasviði.
0
ÁR STARFANDI
0
HÚS BYGGÐ
0
DAGAR Í FOKHELT
Utanhússklæðingar
SG Hús býður upp á mismunandi utanhússklæðingar.
Í grunnverðum okkar er miðað við lóðrétta timburklæðningu eða litað bárustál sem hægt er klæða lóðrétt eða lárétt. Annars geta viðskiptavinir okkar valið nánast hvaða utanhússklæðningu sem er á hús sín.
Teikningar
SG Hús bjóða upp á fjölbreytt úrval teikninga.
Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi og við reynum ávallt að aðlaga húsin að óskum viðskiptavinarins þar sem tekið er tillit til staðsetningar, sólaráttar, útsýnis og fleiri þátta. Arkitekta- og verkfræðiteikningar eru innifaldar í verði okkar, sem og vatns- og hitlalagnateikningar.
Þakvirki.
Fjölbreyttir möguleikar í útfærslu þakvirkja.
Við bjóðum þakvirki með kraftsperrum (lárétt loft inni) eða límtrésborin þakvirki með uppteknum loftum. Val er um valmaþök eða stafnaþök. Kraftsperrur með t.d. 25 gráðu halla utanhúss en 15 gráðu halla innanhúss gefa möguleika á að nýta hagkvæmni kraftsperrunar og njóta lofthæðar risloftsins.
Einangrun
Öll SG Hús eru einangruð.
Íbúðarhúsin eru einangruð með 150mm einangrun í útveggjum og 200mm einangrun í lofti. Þegar um sumarhús er að ræða eru útveggir einangraðir með 150mm einangrun og þakið með 180 til 200mm einangrun.
Önnur hús.
Færanlegar kennslu- og leikskólastofur - KUBBAHÚS.
SG Hús eru leiðandi í framleiðslu á færanlegum kennslu- og leikskólastofum. KUBBAHÚS er nýjung í framleiðslu okkar, þetta eru hús sem eru nánast að fullu byggð innandyra í verksmiðju okkar og raðað saman á byggingastað.
Byggingahraði
Húsið fokhelt á 5 dögum
Byggingarferlið getur, við bestu aðstæður og þegar vel gengur tekið skamman tíma.